Gæsahópar velkomnir í Eliru!

Elira býður gæsahópa velkomna. Bóka þarf hópinn fyrirfram. Hægt er að velja um tvennskonar pakka. Með eða án förðunar. Bóka þarf gleðina í gegnum tölvupóst [email protected]

Pakki eitt: Förðun fyrir gæsina og gjafabréf (50 mín) Verð: 24.990kr 
 Gæsunin er förðuð fyrir áframhaldandi dagskrá og fær svo gjafabréf að upphæð 10.000kr sem hún getur nýtt í dekur fyrir stóra daginn eða einhverjar fallegar vörur. Hópurinn fær 15% afslátt af öllum kaupum og freyðivín til að njóta á meðan gæsunin nýtur sín í förðunarstólnum. 

Pakki tvö: Gjafabréf fyrir gæsina (30-45 mín) Verð: 15.000kr 
 Gæsahópurinn kemur og fær létta kynningu á versluninni ásamt tips og tricks um húðumhirðu og förðun. Gæsin fær svo gjafabréf að upphæð 10.000kr sem hún getur nýtt í dekur fyrir stóra daginn eða einhverjar fallegar vörur. Hópurinn fær 15% afslátt af öllum kaupum og freyðivín til að njóta á meðan kynningu stendur.

Bóka hér

Gæsapartý sem enginn gleymir 

Í samstarfi við okkar frábæru nágranna bjóðum við upp á frábæra gæsaupplifun á Hallgerðargötu! 


Hópurinn byrjar í 
Eríal Pole:  Tíminn er skemmtileg blanda af Pole fitness og Pole dance og svo í lok tímans er gæsinmeð smá sýningu fyrir hópinn sem er skemmtilegt að taka upp.  Þessi tími er frábær leið til að hrista saman hópinn og allir geta tekið þátt. Í lok tímans eru teknar hópmyndir og hópmyndband sem er alltaf mjög vinsælt hjá okkur. Verðið er 3.900 kr á mann (lágmarks fjöldi 7 manns), 27.300kr fyrir færri en 7. (50 mín)

Elira Beauty og Spjara: Hópurinn kemur yfir í Eliru. Gæsin er sett í förðun og/eða hópurinn byrjar á stuttri kynningu. Hópnum er boðið upp á freyðivín. Hópurinn fer síðan yfir til Spjöru þar sem hann getur skoðað og mátað glæsileg föt fyrir brúðkaupsveisluna eða fyrir kvöldið.  Hægt er að velja um tvo pakka í Eliru, sjá hér að ofan. Spjara býður hópnum að koma þegar verslað er gjafabréf fyrir gæsina að verðmæti 10.900kr. Elira og Spjara bjóða 15% afslátt af vörum og leigu á meðan viðburði stendur. (45 mín)

Til að bóka heildarpakkann hafið samband við Erial Pole - [email protected]

Eríal Pole er loftfimleika- og pole fitness stúdíó í hjarta Reykjavíkur sem hefur verið starfandi frá 2012.

Við bjóðum upp á námskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna í pole fitness, pole dance, lyru loftfimleikum, aerial silks, liðleikaþjálfun og fleira. Fylgstu með stundaskránni okkar til að sjá hvað er í boði hverju sinni.  Það er 16 ára aldurstakmark í stúdíóinu.

Þjálfarar Eríal Pole hafa mikla reynslu á sínu áhaldi og leggja áherslu á að hafa vinalegt andrúmsloft og æfingarnar skemmtilegar og fjölbreyttar! 

SPJARA er fataleiga sem leigir út vandaðar merkjavörur. Leigan er stofnuð af konum sem vilja breyta sambandi fólks við tísku. 
Sýn SPJARA er að framtíð tísku liggi í hringrás, þar sem ofneysla og hraðtíska heyra sögunni til.

Haustið 2023 opnaði SPJARA glæsilegt rými á Hallgerðargötunni. Þar geta viðskiptavinir skoðað vöruúrval, mátað og fengið aðstoð við að velja sér flík og bóka á staðnum. 

Elira er snyrtivöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á hágæða snyrtivörum og býður upp á einstaka þjónustu.

Verslunin er í eigu Rakelar Óskar snyrtifræðings sem velur vörur í verslunina af kostgæfni. 

Við erum sían ykkar fyrir góðar snyrtivörur sem eru góðar fyrir þig og góðar fyrir umhverfið. 
Allar vörurnar eru Cruelty Free, þær eru nánast allar vegan og þær eru allar að gera húðina okkar heilbrigðari á sem besta máta.