Augustinus Bader meðferðir

Augustinus Bader andlitsmeðferðin er vísindalega studd meðferð sem sameinar verðlaunaða húðmeðferðartækni og sérsniðið andlitsnudd til að örva endurnýjun frumna. 
Meðferðin hjálpar til við að bæta boðskipti frumnanna sem eykur blóðflæðið, bindur betur inn rakann, stinnir húðina, jafnar hana og endurnærir. Hún hreinsar yfirborð húðarinnar og eykur efnaskiptin, þannig þéttir hún húðina og kemur í veg fyrir að vatn tapist um húðþekjuna. 

Samspilið á milli formúlanna í vörunum og hreyfinganna í nuddinu bætir frumuboðskiptin og stuðla þannig að endurnýjunarferlinu. Hægt væri að hugsa um vörur frá Augustinus Bader sem verkfærakistu sem húðin nýtir það besta úr. Vörurnar leysa ýmis húðtengd vandamál á mjög áhrifaríkan hátt. Meðferðinni lýkur með afeitrandi og rakabætandi andlitsmaska sem gefur húðinni einstakan ljóma.

Einnig er hægt að bæta við LED meðferð sem hjálpar til við heilbrigði húðar, dregur td. úr fínum línum, minnkar bólumyndun, dregur úr rósroða einkunnum og exemi, minnkar ör og hefur ýmis önnur húðbætandi áhrif.


Við bjóðum upp á mismunandi útgáfur af andlitsmeðferðinni:

  •  Deluxe andlitsmeðferð 45 mín (34.990 kr)
  • Deluxe andlitsmeðferð 75 mín (39.990 kr)
  • Deluxe andlitsmeðferð með LED ljósa meðferð (49.990 kr)
  • Deluxe brúðkaupsmeðferð - þrjár meðferðir (69.990 kr)

Bókið ykkar meðferð inn á noona.is/elira